Fara í efni

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Fréttir

Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 4.desember kl. 11:00-12:00.

Þar munum við opna á umræðuna og ræða ýmsar leiðir til að efla jafnt atvinnurekendur sem starfsfólk í að nota tungumálið. Jafnframt munum við velta upp ýmsum mýtum eins og að enginn nenni að læra íslensku eða að allir geti bara talað ensku eða ekkert sé hægt að gera án mikils tilkostnaðar.

Góðir gestir flytja erindi:


„Viltu tala íslensku við mig?“ Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins


„Það skilja allir ensku“. Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsstjóri hjá Reykjavik Sightseeing og tengdum félögum

Við „megum og eigum“ að efla íslenskuna. Nichole Leigh Mosty, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðþjónustunnar


“Þau vilja ekki læra íslensku”. Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu íslenskukennslu á vinnustað Aleksandra Leonardsdóttir, fræðsla og inngilding ASÍ

Skrá þig hér

Skoða á viðburðardagatali