Fara í efni

Íbúakönnunargögn komin á vef Byggðastofnunar

Fréttir Skýrslur og greiningar

Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun á milli kannana. Einnig eru komin inn eldri gögn frá árunum 2016 og 2017, en þá voru Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Suðurland og Suðurnes þátttakendur. Á mælaborðinu er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var og þetta því spennandi tæki til að vinna með. Mælaborðinu er skipt í þrjá flipa:

1) Spurningar. Þar er hægt að velja spurningar í könnuninni og skoða niðurstöður eftir bakgrunni svarenda;

2) Þættir. Þar er hægt að sjá stöðu og mikilvægi 40 búsetuþátta raðað upp og hægt að velja tiltekið svæði.

3) Svæði. Þar er einn búsetuþáttur valinn og svæðum raðað upp eftir stöðu og mikilvægi þáttarins.

Hér má sjá íbúakönnunargögnin á mælaborð Byggðastofnunar.