SSV birti á dögunum skýrslu þar sem dregin er fram afstaða innflytjenda í nýlokinni íbúakönnun landshlutanna og hún borin saman við afstöðu Íslendinga. Einnig var hún borin saman við afstöðu innflytjenda árið 2020 þegar síðasta könnun var framkvæmd.
Að mati innflytjenda jókst atvinnuöryggi á milli kannanna, en hafa ber í huga að síðasta könnun var framkvæmd árið 2020 er Covid-faraldurinn geisaði. Að mati innflytjenda hafa mun fleiri þættir versnað er tengjast búsetuskilyrðum þeirra en þeir sem löguðust. Mest munar um fasteignamarkaðinn (íbúðir til sölu og leigu) auk almenningssamgangna, heilsugæslu, afþreyingu og sorpmála. Athygli vekur að innflytjendur stóðu mun ver á fasteignamarkaði en Íslendingar jafnvel þó Íslendingar teldu enga aðra þætti verri meðal þeirra 40 sem taldir voru upp sem búsetuskilyrði í könnuninni.
Innflytjendur eru ítrekað óánægðari með skólana á Íslandi en Íslendingar. Fleiri innflytjendum hérlendis en Íslendingum finnst ferðamenn vera of margir þar sem þeir búa. Þeir eru líka almennt óánægðari með að búa þar sem þeir búa, líklegri til að flytja brott, óánægðari með þjónustu síns sveitarfélags og töluvert óhamingjusamari.