Fara í efni

Innviðir í brennidepli á kraftmiklum fundi í Alþýðuhúsinu

Fréttir
Mynd: Haukur Sigurðsson
Mynd: Haukur Sigurðsson

Í gær fór fram oddvitafundur Innviðafélags Vestfjarða í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Þar var til umræðu samgöngusáttmáli við Vestfirði – Vestfjarðalína. 10 fulltrúar framboða til Alþingiskosninga sátu fyrir svörum undir vökulum augum og eyrum fundargesta sem fylltu húsið, augljóslega áhugasamir um þetta mikilvæga réttlætismál fyrir Vestfirði.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, setti fundinn fyrir hönd Innviðafélagsins. Síðan tóku við stjórn fundarins þeir Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson sem stýrðu umræðum af röggsemi. Heyra mátti á frambjóðendum að allir væru sammála um þá innviðaskuld sem safnast hefur upp á Vestfjörðum og vilja til bættra samgagna í fjórðungunum.

Fundurinn var sendur út beint bæði á Patreksfirði og Bíldudal þar sem góður hópur kom saman. Var honum einnig streymt á netinu og hafi einhverjir ekki getað fylgst með honum í rauntíma er nú hægt að sjá hann hér.

Mynd: Haukur Sigurðsson