Fara í efni

IPA verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvest komin í gegnum forval

Fréttir

Þær ánægjulegur fréttir bárust í gær að tvö IPA samstarfsverkefni Atvest og FV, Vestfirski sjávarútvegsklasinn og Vatnavinir, eru komin í gegnum forval. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsti á síðasta ári eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.

Í heildina voru 67 verkefni send inn frá Íslandi, en ekki er ljóst hversu mörg verkefni eru komin áfram. Nú hefst matsferill að hálfu úthlutunarnefndar IPA vettvangsins í Brussel, gagnvart þeim verkefnum sem komust áfram í gegnum forvalið. Fyrirfram hefur verið gefið út að 15 verkefni munu verða valin og að endanleg niðurstaða verði kynnt um miðjan apríl n.k..