Fara í efni

Kraftur í vestfiskri menningu

Fréttir

Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljón og voru verkefni sem fengu milljón eða meira óvenjulega mörg að þessu sinni eða 7 talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnanna, listgreina og svæða, setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru býsna áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki. Næst verður auglýst eftir umsóknum í haust.    

Yfirlit yfir verkefnastyrki vorið 2009
  

Útgáfa á hljóðdisk, hönnun nýs hljóðfæris og sérkennileg tónleikaferð (Mugiboogie ehf) - 1.400.000.-
Dynjandi sem kveður að (Eaglefjord - Gallerí Dynjandi) - 1.400.000.-
Völundarhús, upplifunar- og skynjunarleikhús á Patreksfirði (TOS ungmennaskipti) - 1.400.000.-
Margmiðlunarborð og leiklestur skrímslasögunnar (Félag áhugamanna um skrímslasetur) - 1.400.000.-  

Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2009 (Við Djúpið, félag) - 1.000.000.-
Act Alone 2009 (Act Alone leiklistarhátíð) - 1.000.000.-
Skjaldborg ´09 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) - 1.000.000.-  

Rokk fyrir firði og fólk! (Hljómsveitin Reykjavík! og Engin miskunn ehf) - 700.000.-
Síðasti dagur Sveins skotta (Kómedíuleikhúsið og Lýðveldisleikhúsið) - 700.000.-
Vestur á fjörðum (Janus Bragi Jakobsson, Tinna Ottesen og Mugiboogie ehf) - 700.000.-  

Leiðsögumaðurinn (Félagið Hús og fólk) - 500.000.-
Smiðjan á Vatneyri í máli og myndum (Sjóræningjahúsið ehf) - 500.000.-
Listviðburðir í Edinborgarhúsi (Edinborgarhúsið á Ísafirði) - 500.000.-
Kaktus (Kómedíuleikhúsið) - 500.000.-
Atvinnu- og menningarmálasýning á Ströndum (Þróunarsetrið á Hólmavík) - 500.000.-
Kvöldvökur á Víkingasvæðinu á Þingeyri. Fræðslu- og skemmtidagskrá (Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar) - 500.000.-  

Bjarni á Fönix (Ársæll Níelsson) - 400.000.-
Einstök sýning - Vestfirskir einfarar (Marsibil G. Kristjánsdóttir) - 400.000.-
NV Vestfirðir (Ágúst G. Atlason) - 400.000.-
Ísafjörður - húsin á Eyrinni (Vesturferðir ehf) - 400.000.-
Kolbrúnarskáldið kemur í dalinn (Gautshamar ehf) - 400.000.-

Listsýningar á vegum Félags handverksfólks á Vestfjörðum (Félag handverksfólks á Vestfjörðum) - 350.000  

Tónlistardagurinn mikli (Tónlistarfélag Ísafjarðar) - 300.000.-
Gullkistan (Byggðasafn Vestfjarða) - 300.000.-
Lífróður á Strandir: listasmiðja - málþing - sýning (Þjóðfræðistofa) - 300.000.-
Matur- og menning í Vesturbyggð - Steinbíturinn 2009 (Samstarfshópur um mat- og menningu í Vesturbyggð) - 300.000.-
Sérsýning um Alfreð Halldórsson - sauðfjárbónda á Kollafjarðarnesi (Sauðfjársetur á Ströndum) - 300.000.-
Blús á Vestfjörðum (Guðmundur Hjaltason) - 300.000.-
Leitin að Gísla - lokaáfangi heimildamyndar (Þjóðfræðistofa) - 300.000.-  

"Dívan í Djúpinu" - einsöngshljómdiskur (Ingunn Ósk Sturludóttir) - 250.000.-
Fjallabræður - hljómplata (Fjallabræður) - 250.000.-

Norrænir samspilsdagar 2009 (Félagsmiðstöðin OZON og Tónskólinn á Hólmavík) - 200.000.-
Leiðir til að tengja sögu Djúpsins við menningartengda ferðaþjónustu (Ævintýradalurinn ehf) - 200.000.-
Árlegt Húmorsþing Þjóðfræðistofu - Vetrarhátíð á Ströndum (Þjóðfræðistofa) - 200.000.-
Kaupstaðirnir þrír á Ísafirði - tímarnir þrennir (Ómar Smári Kristinsson) - 200.000.-
Náttúrubörn á Ströndum - fróðleiksfundir og miðlun (Sauðfjársetur á Ströndum) - 200.000.-
DALIR og HÓLAR - handverk 2009 (Björn Samúelsson) - 200.000.-
Sumarið í Hömrum (Tónlistarfélag Ísafjarðar) - 200.000.-
Strandhögg - Landsbyggðaráðstefna sagn- og þjóðfræðinga (Þjóðfræðistofa) - 200.000.-  

Sjóferðir, sýning í Skrímslasetrinu (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 100.000.-
Ég stend á skíði ... (Rakel Sævarsdóttir) - 100.000.-
Stefnumót safna, sögusýninga og setra á Vestfjörðum (Byggðasafn Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar) - 100.000.- Photography exhibition in Djúpavík (Claus Sterneck) - 100.000.-
Sumarmarkaður Vestfjarða 2009 - menningarviðburðir (Samstarfshópur um sumarmarkað Vestfjarða) - 100.000.-
Klæði og kjarna konur á Vestfjörðum - ferðasýning (Þjóðbúningafélag Vestfjarða) - 100.000.-  

Undirbúningur að hönnun lita og sögubókar fyrir börn (Raggagarður - Fjölskyldugarður Vestfjarða) - 50.000.-
Sjóvettlingar, suða og sulta (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 50.000.-
Hljóðverk fyrir lýsistank og örnefni (Rósa Sigrún Jónsdóttir) - 50.000.-