Fara í efni

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Fréttir

Í næstu viku verður haldinn á Ísafirði kynningarfundur þar sem fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika á vegum evrópskra áætlana. Fundurinn verður haldinn á Ísafirði, 23. mars,  kl. 11:00 - 15:00 í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4.


Hér er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. Meðal þeirra áætlana sem kynntar verða eru Menntaáætlun ESB og Menningaráætlun ESB, einnig Norðurslóðaáætlun, NORA og Evrópa unga fólksins.