Fara í efni

Lína Björg Tryggvadóttir, nýr verkefnastjóri

Fréttir

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt tillögu formanns og framkvæmdastjóra FV um að ráða Línu Björgu Tryggvadóttur, Ísafirði, í starf verkefnastjóra við byggðaþróunardeild FV. Lína Björg er viðskiptafræðingur og hefur góða reynslu og þekkingu af verkefnastjórnun. Hún situr í umhverfisnefnd og er varamaður í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auk setu í stjórn Viðlagatryggingar Íslands. Síðustu ár hefur Lína starfað sem svæðis- og þjónustustjóri hjá Motus á Ísafirði.

 

Starf verkefnastjóra var auglýst í byrjun júní sl. með umsóknarfrest til 18. júní, umsækjendur voru 13 auk einnar umsóknar frá lögaðila um verktöku. Samið var við ráðningarstofuna Talent ehf til að meta hæfni umsækjenda og byggir tillaga formanns og framkvæmdastjóra á mati ráðningarstofunnar. Fjórðungssamband Vestfirðinga þakkar öðrum umsækjendum áhuga fyrir starfi verkefnastjóra og óskar þeim velfarnaðar.