27. mars 2025
Störf í boði
Við leitum að starfsmanni í verslun Lyfju á Ísafirði.
Um er að ræða skemmtilegt og lifandi starf við sölu og þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina við val á vörum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður og kurteis.
Helstu verkefni:
- Móttaka lyfseðla
- Lyfjatiltekt
- Samlestur lyfseðla og afgreiðsla lyfja
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
- Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
Hæfniskröfur:
- Reynsla af störfum í apóteki er kostur
- Heilbrigðismenntun á borð við sjúkraþjálfun kostur
- Rík þjónustulund
- Áhugi á mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og gott viðmót
- Geta til að starfa undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta
Vinnutími virka daga er kl. 10-18 nema miðvikudaga, þá er hann kl. 13-18. Einnig er unnið fjórða hvern laugardag kl. 11-14.
Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera að minnsta kosti 18 ára.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Þ. Birgisson, lyfsali í s. 456 3009 / jonas@lyfja.is