Fara í efni

Lyfja Patreksfirði - Sala og þjónusta, tímabundið starf

Störf í boði

Við leitum að starfsmanni í afgreiðslu í Lyfju á Patreksfirði í tímabundið starf.

Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður og kurteis.

Helstu verkefni:

  • Almenn afgreiðslustörf
  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
  • Afgreiðsla á kassa
  • Áfyllingar í verslun
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli
  • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Áhugi á mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
  • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

Vinnutími er frá 11-17 virka daga og er tímabundið starf annaðhvort út september 2025 eða ef viðkomandi er laus til vors 2026.

Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera 20 ára á árinu.

Nánari upplýsingar veitir Elín Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður útibús í síma: 456 1222 og Jónas Þór Birgisson, lyfsali í síma: 456 3009.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.