18. janúar 2024
Fréttir
RECET
Þann 8. febrúar n.k. stendur Vestfjarðastofa fyrir málþinginu Af hverju orkuskipti? Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga. Það fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og dagskrána prýðir úrval áhugaverðra erinda um áhrif loftslagsbreytinga. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um ávinning og áskoranir sveitarfélaga vegna loftslagsáætlana og orkuskipta. Öll eru velkomin á málþingið sem láta sig umhverfismál sveitarfélaga varða. Það hefst klukkan 11 og verður lokið laust fyrir klukkan þrjú. Þátttaka er að kostnaðarlausu en skráningar er þörf.
Hér má lesa nánar um málþingið og þar er einnig að finna hnapp fyrir skráningar.