Fara í efni

Markaðsstofa Vestfjarða á Mid-Atlantic

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða

Sölvi og Vilborg hjá Markaðsstofu Vestfjarða halda brátt suður yfir heiðar til þátttöku á ferðakaupstefnunni Icelandair Mid-Atlantic. Sýningin er nú haldin þrítugasta sinn og er hún veigamikill liður í landkynningu Norður-Atlantshafseyjanna þriggja til erlendra kaupenda sem vilja senda ferðafólk til Íslands, Færeyja og Grænlands. Með Sölva og Vilborgu í för verða Westfjords Adventures sem reka ferðaþjónustufyrirtæki á Patreksfirði.

Ferðakaupstefnan verður haldin í Laugardalshöll dagana 30. og 31. janúar og er von á fjölda gesta frá öllum heimshornum. Mid-Atlantic er nú haldin annað hvert ár. Hún er einn þeirra lykilviðburðum sem Markaðsstofa Vestfjarða tekur þátt í og hluti af heildstæðri áætlun Markaðsstofunnar um að efla sýnileika svæðisins á alþjóðavettvangi.