Fara í efni

Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga sameinast

Fréttir

Breyting varð á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða nú um áramótin, en þá sameinaðist Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Menningarfulltrúi er nú starfsmaður Fjórðungssambandsins. Út á við verður starfsemin með líku sniði og verið hefur og nú í janúar verður auglýst eftir umsóknum um bæði verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Fjármagn til ráðstöfunar í styrki er svipað og á síðasta ári.

 

Sími og netfang er hið sama og áður var, síminn er 891-7372 og netfangið menning@vestfirdir.is, og höfuðstöðvarnar eru í Þróunarsetrinu á Hólmavík, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.