Komin er út Menntastefna Vestfjarða. Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga síðastliðið haust sammæltust sveitarfélögin á Vestfjörðum um að innleiða og nýta við skólastefnur sveitarfélaganna nýja Menntastefnu Vestfjarða, sem Vestfjarðastofa hefur unnið. Jafnframt myndu þau leggja til aðgerðir sem styðja við framtíðarsýn, leiðarljós og markmið hennar.
Við afgreiðslu sveitarfélaga kom fram eindreginn vilji þeirra til að mótuð væri aðgerðaáætlun með mælanleg árangursviðmið til þess að fara eftir og myndi styrkja vægi Menntastefnu og fylgni. Það er mat Vestfjarðastofu að mikilvægt sé að vinna af krafti að því að vinna að slíkri aðgerðaáætlun. Til þess þarf þó fjármagn og mannskap. Auk þess sem skapa þarf vettvang, vinna þarf greiningar og tryggja samstarf.
Því var beint ráðuneyta, Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarfélaganna á svæðinu að nýta og styðja við stefnuna í mótun aðgerða og stefnumótunarvinnu. Til að svara því kalli átti Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu í gær fund með Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra, þar kynnti hún fyrir honum Menntastefnu Vestfjarða og þá vinnu sem nú er í gangi um mótun nýrrar Sóknaráætlunar Vestfjarða.