Markaðsstofur landshlutana héldu saman á fund Arnars Más Ólafssyni ferðamálastjóra og Ingvars Más Pálssonar skrifstofustjóra viðskipta og ferðamála í síðustu viku. Markmið fundarins vara að skerpa á samstarfinu og mikilvægi markaðsstofa landshlutanna í stoðkerfinu. Forsvarsfólk markaðsstofanna er tenging stoðkerfis ferðamála út á land og ein besta leið fyrir þá sem starfa innan þess til að heyra raddir landsbyggðarinnar.
Á þeim nótum héldu Markaðsstofa landshlutanna kynningarfund fyrir stoðkerfi ferðaþjónustunnar: Ferðamálastofu, Íslandsstofu, SAF, Ferðaklasann, og atvinnuvegaráðuneyti. Markmið fundarins var að skýra verkefni og áherslur landshlutanna, því þó margt sé sammerkt með verkefnum þeirra eru landshlutarnir líka hver um sig með sínar áskoranir. Sé stoðkerfið vel upplýst um verkefni og áskoranir gengur betur að stíga í takt við uppbyggingu á ferðaþjónustu á öllum svæðum. Fundurinn var líflegur og góður og margar spurningar sem brunnu á fundargestum um ferðaleiðir, skemmtiferðaskip, flugsamgöngur og vetrarþjónustu vega.
Vonir standa til þess að fundur Markaðsstofa landshlutanna og stoðkerfisins verði að árlegum viðburði, enda mikilvægt að gott upplýsingaflæði sé til staðar og reglulega uppfært út frá þeirri þróun sem á sér stað á hverjum tíma.