Fara í efni

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum

Fréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga standa að námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sem ber yfirskriftina " Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn - hvort sem þú ert nýr eða gamall". Námskeiðin eru tvö og verða þau haldin í Þróunarsetrinu á Ísafirði fimmtudaginn 23. október nk. og í Hnyðju Þróunarsetrinu á Hólmavík þann 24. október nk. og byrja námskeiðin kl. 10:00 og ljúka kl. 17:00.  

Stjórnandi og leiðbeinendur eru Smári Geirsson, Svanfríður I. Jónasdóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Guðjón Bragason

Skráning fer fram hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga - lina@vestfirdir og hafa nú þegar margir sveitarstjórnarmenn ásamt starfsmönnum sveitafélagana, er láta sér málefnið varða, skráð sig.