Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga að hausti var haldið á Patreksfirði fyrir helgi og var þingið vel heppnað. Þingið skiptist í hefðbundin þingstörf og vinnudag ásamt því að kosið var í stjórn Fjórðungssambandsins.
Kosin voru í stjórn Fjórðungssamband Vestfirðinga.
- Aðalsteinn Egill Traustason, Ísafjarðarbæ
- Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ
- Lilja Magnúsdóttir, Tálknafjarðarhreppi
- Magnús Ingi Jónsson, Bolungarvíkurkaupstað
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppi
Jóhanna Ösp Einarsdóttir var áfram kjörin formaður Fjórðungssambandsins.
Öll stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga situr jafnframt í stjórn Vestfjarðastofu.
Ályktað var um ýmis mál en þar var ber helst að nefna ályktun um gerð svæðisskipulags, svæðisáætlunar um sorp og þjóðgarð á Vestfjörðum, um stofnun starfshóps um skiptingu tekna úr fiskeldissjóði, aukið samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum um velferðarþjónustu og um fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks. Einnig ályktuðu sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum um sauðfjárrækt og byggðaþróun, um þararæktun og notkun ásætuvarna í fiskeldi.
Allar ályktanir má finna hér undir þingskjöl nr. 17 - 27