1. desember er hátíðisdagur í hugum margra og dagurinn að þessu sinni sannkallaður hátíðisdagur á Vestfjörðum er þá opnaði nýr vegkafli um Teigsskóg, sem er hluti af endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Vegurinn leysir af hólmi hinn óblíða Hjallaháls og liggur fyrir Hallsteinsnes og þykir leiðin hin fegursta. Borgarverk sá um verkið og undirritaði það á dögunum samning við Vegagerðina um áframhaldandi vegagerð á svæðinu. Næstu kaflar eru jarðvegsfyllingar í Gufufirði og Djúpafirði sem verða síðan brúaðir og standa vonir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra til þess að því verki verði lokið í síðasta lagi 2027 en jafnvel fyrr.
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í síðustu viku var farið í saumana á vegbótunum og má sjá þá umfjöllun hér.