11. nóvember 2010
Fréttir
Málþing sem haldið er í tilefni fyrsta fundar skipulagshóps um gerð nýtingaráætlunar fyrir strandsvæði Arnarfjarðar verður haldið í Félagsheimilinu Baldurshaga, sunnudaginn 14. nóvember n.k. og hefst kl 13.15. Fluttir verða fyrirlestra um verkefnatilhögun, rannsóknir og ramma stjórnvalda sem gildir í dag um stjórnsýslu strandsvæðisins. Hér er um að ræða verkefni sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og unnið er að frumkvæði vestfirskra sveitarfélaga í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Teiknistofuna Eik. Málþingið er öllum opið.