Sóknarhópur Vestfjarðastofu er samstarfsvettvangur fyrirtækja á Vestfjörðum. Sóknarhópi er skipt í tvennt, ferðaþjónustu og menningarhóp, og atvinnu- og byggðaþróunarhóp. Fjórir af fimm stjórnarmönnum Sóknarhóps sitja í stjórn Vestfjarðastofu sem fulltrúar atvinnulífs og menningar og er formaður Sóknarhóps varaformaður Vestfjarðastofu.
Hér er hægt að kynna sér Sóknarhópinn betur: Sóknarhópur hagsmunaaðila | Vestfjarðastofa
Í þessum kosningum er 2 kosnir úr ferðþjónustu og menningarhóp og 2 úr atvinnu- og byggðaþróunarhóp og verða þeir fjórir einnig aðalmenn í stjórn Vestfjarðastofu. Fimmti stjórnarmaður Sóknarhóps er sá einstaklingur sem fær flest atkvæði og þá sama úr hvorum hópnum viðkomandi kemur.
Til að vera gjaldgeng í stjórn Sóknarhóps þurfa fyrirtækin að vera skráðir aðilar í Sóknarhópi þegar boðið er fram. Árgjald fyrra árs þarf að hafa verið greitt fyrir eldri aðila og árgjald líðandi árs fyrir nýja aðila.
Á ársfundi 2024 var samþykkt að stjórn Sóknarhóps yrði kosin til tveggja ára. Nýtt fyrirkomulag verður því á kosningum til Sóknarhóps að þessu sinni. Kosning verður rafræn og með þessu bréfi er óskað eftir framboðum til stjórnar Sóknarhóps og fá allir skráðir aðilar í Sóknarhópnum tíma til kl 16:00 föstudaginn 25. apríl 2025 til að bjóða sig fram.
Hér er slóðin fyrir frambjóðendur í stjórn: Vestfjarðastofa
Hvert fyrirtæki getur eingöngu verið með eitt framboð og aðeins er kosið einu sinni svo mikilvægt er að fá netfang þess í fyrirtækinu sem fer með atkvæði þess.
Mánudaginn 28. apríl verða frambjóðendur kynntir á síðu Vestfjarðastofu og verður slóðin send til allra aðila í Sóknarhópi á það netfang sem skráð er í gögnum Vestfjarðastofu. Rafrænar kosningar munu standa frá 2-7. maí 2025.
Niðurstöður kosninganna verða svo kynntar á ársfundi Sóknarhópsins sem verður haldinn í fjarfundi á Teams mánudaginn 12. maí frá kl 15:00-16:30.