Fara í efni

Ómar Smári með sýningu í Einarshúsi

Fréttir
Ómar Smári
Ómar Smári

Listamaðurinn góðkunni, Ómar Smári Kristinsson, mun halda sýningu í Einarshúsi á laugardaginn 1. mars nk. og hefst sýningin kl. 15:00. Á sýningunni verða 24 blýantsteikningar af Bolungarvík. Helmingur myndanna er unnin eftir gömlum ljósmyndum og hinn helmingurinn útfrá ljósmyndum sem teknar voru árið 2007. Sjónarhorn nýju myndanna er það sama og þeirra gömlu. Þannig er í rauninni um 12 pör mynda að ræða, þar sem hægt er að virða fyrir sér hvað breyst hefur í gegnum tíðina.

Til að ljá sögunni meiri dýpt, þá verður á sýningunni lesefni sem Lárus Benediktsson tók saman um gömlu myndirnar. Það var einnig hann sem lagði teiknaranum þær til. Helmingur teikninganna (6 pör) kom út á Bolungarvíkurdagatali fyrir árið 2008. Hinn helmingurinn kemur út ári síðar. Mun Ómar Smári verða á staðnum til kl. 18:00 á laugardag og heitt kaffi verður á könnunni fyrir listunnendur til að dreypa á og hægt verður að virða myndirnar fyrir sér allan marsmánuð og njóta verka Ómars Smára.