Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir að svæðisbundinni flutningsjöfnun

Fréttir

Byggðastofnun hefur tilkynnt að opnað verður fyrir umsóknir vegna flutninga ársins 2017 þann 1. mars 2018. Umsóknafrestur verður til 31. mars 2018. Byggðastofnun sér um móttöku og yfirferð styrkumsókna skv. lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun. Tekið er við umsóknum í gegnum umsóknargátt á heimasíðu Byggðastofnunar.

Markmið styrkjanna er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Upplýsingar um styrkina og hvaða gögnum þarf að skila inn með umsókn má á vef Byggðastofnunar. www.byggdastofnun.is/is/verkefni/flutningsjofnunarstyrkir

Umsjónarmaður verkefnisins er Hrund Pétursdóttir, netfang: hrund@byggdastofnun.is