Þróunarsjóður Flateyrar úthlutar nú í fjórða skiptið. Sjóðurinn styrkir nýsköpunar- og samfélagsverkefni sem efla atvinnu- og mannlíf á Flateyri og Önundarfirði og er gert ráð fyrir a.m.k. 10 miljónum til úthlutunar.
Mat verkefna tekur mið af niðurstöðum íbúaþings á Flateyri og markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og Hverfisráði Önundarfjarðar.
Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóðinn fyrir styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Flateyri og Önundarfirði, sem verkefnisstjórn úthlutar.
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2023 kl. 16.00.
Allir sem búa yfir hugmyndum að nýsköpunar- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri og Önundarfirði eru hvattir til að sækja um.
Frekari upplýsingar og tengil á umsóknareyðublað er að finna hér á uppýsingasíðu Vestfjarðastofu Þróunarsjóður Flateyrar eða hjá verkefnastjóra á Flateyri í síma 8329191.