Fara í efni

Óskað eftir ábendingum fyrir safnaverðlaunin 2010

Fréttir
Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað - ljósm. Sögusmiðjan
Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað - ljósm. Sögusmiðjan

Í ár verða safnaverðlaunin veitt í áttunda skiptið. Íslensku safnaverðlaunin eru veitt af Íslandsdeild alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félagi íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM óska nú eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um söfn sem þykja skara fram úr í uppsetningu, fræðslu, þjónustu, útgáfu og starfi.

 

Ábendingum skal skilað fyrir 19. apríl næstkomandi til Safnaráðs, Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á netfangið safnarad@safnarad.is merkt Safnaverðlaun.

 

Valnefnd mun velja úr þrjú söfn eða verkefni sem hljóta tilnefningu á alþjóðadegi safna þann 18. maí næstkomandi, og mun afhending verðlaunanna fara fram á íslenska safnadaginn þann 11. júlí 2010.