17. febrúar 2008
Fréttir
Pokasjóður verslunarinnar sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals um það bil 500 milljónum til verkefna á sviði umhverfismála, menningar, íþrótta og mannúðarmála. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt. Gera má ráð fyrir að árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði sé nú í kringum 100 milljónir. Fjölmörg vestfirsk menningarverkefni hafa fengið styrki úr Pokasjóði í gegnum tíðina.
Sótt er um á vefnum www.pokasjodur.is, en með umsókn til Pokasjóðsins skal fylgja ítarleg lýsing á því verkefni sem sótt er um fé til, framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og hvernig fjárstyrknum verður varið ef til úthlutunar kemur.