Fara í efni

Pólskir og íslenskir jólasöngvar

Fréttir

Starfsmenn Odda hf. á Patreksfirði héldu jólaskemmtun daginn fyrir gamlársdag. Boðið var upp á súkkulaði og kökur og sungnir pólskir og íslenskir jólasöngvar undir öruggri stjórn þeirra systra Elzbieta Kowalczyk, skólastjóra, og Maria Jolanta, tónlistarkennara og kórstjóra við Tónskólann í Vesturbyggð. Þær systur sungu einnig nokkur lög á pólsku og Elizabet las pólska jólasögu. Í lokin komu íslenskir jólasveinar við á leið sinni til fjalla og kættu yngsta hópinn með ærslum og gáfu þeim jólapoka. Starfsmenn Odda hf. þakka þeim systrum kærlega fyrir þeirra þátt í jólaskemmtuninni.

Fréttin er afrituð af www.bb.is.