Fara í efni

Ráðgjöf til að bæta stafræna getu

Fréttir

Vestfjarðastofa vinnur nú verkefni til að bæta stafræna getu ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Markmið verkefnisins er að auka samkeppnishæfi fyrirtækjanna og ýta undir markvissari markaðssetningu og vörum og þjónustu þeirra. Aðeins takmarkaður fjöldi fyrirtækja getur tekið þátt í verkefninu. Fenginn hefur verið ráðgjafi sem mun vinna með hverju fyrirtæki fyrir sig. Farið verður í greiningu, mótun stefnu og val á miðlum og í kjölfarið aðstoðar ráðgjafinn við fyrstu skrefin.

 

Fyrirtækin taka þátt í verkefninu sér að kostnaðarlausu en þau verða að skuldbinda tíma í verkefnið, bæði í vinnu með ráðgjafanum sem og milli funda. Reiknað er með að hvert fyrirtæki fái 12 klst. með ráðgjafanum sér að kostnaðarlausu en fyrirtækjunum býðst eftir verkefnið að kaupa áframhaldandi ráðgjöf á sérkjörum.

 

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu þurfa að senda inn umsókn fyrir 10. september, vinsamlegast notið meðfylgjandi eyðublað  til skráningar.

 

Fyrirtæki sem eru aðilar að Markaðsstofu Vestfjarða hafa forgang í verkefnið.