15. ágúst 2007
Fréttir
Á fundi Menningarráðs Vestfjarða 9. ágúst sl. var samþykkt að ráða Jón Jónsson í starf menningarfulltrúa Vestfjarða. Alls bárust 11 umsóknir um starfið.
Jón er með masterspróf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og á að baki mjög fjölbreytta reynslu af rekstri, ráðgjöf og stjórnun verkefna. Hann hefur að undanförnu starfað sem framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar, auk þess að vera ritstjóri héraðsfréttavefjarins strandir.is. Jón er búsettur á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð og mun hann hafa starfsaðstöðu á Hólmavík. Jón mun hefja störf hjá Menningarráði Vestfjarða þann 1. september næstkomandi.