Fara í efni

Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu á Blönduósi

Fréttir

Samstarf til sóknar er yfirskrift ráðstefnu um menningartengda ferðaþjónustu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Þar verða flutt ýmis áhugaverð erindi um málefnið. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:30. Ráðstefnustjóri er Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi.

Dagskráin er svohljóðandi:

Ávarp: 
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

Erindi:  
"Sviðsetning menningartengdrar ferðaþjónustu"
   Guðrún Þ. Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Hólaskóla
"Menningin og við"
   Hrafnhildur Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands
"Landnámssetrið í samstarfi"
   Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landnámsseturs
"Samtök um sögutengda ferðaþjónustu - SSF; árangur og framtíðarsýn"
   Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi og formaður SSF