Fara í efni

Salthúsið á Þingeyri gert upp

Fréttir
Þingeyri 1880 - ljósm. af thingeyri.is
Þingeyri 1880 - ljósm. af thingeyri.is

Endurbætur á salthúsinu á Þingeyri ganga vel. Guðmundur Óli Kristinsson frá Dröngum á Ströndum er nú ásamt lærlingum að bæta fjalir og endurgera bita sem tilheyra húsinu. Salthúsið á Þingeyri var reist á 18. öld. Sagan segir að húsið sé jafn gamla pakkhúsinu á Hófsósi, þar sem Vesturfararsetrið er til húsa.

Í greinargerð Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um Salthúsið kemur fram að deildar meiningar séu um aldur hússins. Sumir töldu það vera elsta hús landsins, reist árið 1732 eða 1734. Aðrir telja að það hafi verið reist árið 1774, en þá voru allmörg plankahús smíðuð og reist í Danmörku, tekin sundur og reist á verslunarstöðunum þar sem Konungsverslunin hin síðari var við lýði. Í greinargerðinni segir að sami smiður hafi byggt húsin á Hófsósi, Þingeyri og eins í Claushavn og Jakobshavn á Grænlandi.

Árið 1998 var byrjað að gera Salthúsið upp, en vegna fjárskorts lá verkið niðri í fjölda ára. Nú hefur endurgerð hafist að nýju og til stendur að reisa húsið nálægt upprunalegum stað á Þingeyri í sumar.

Frá þessu var sagt á www.thingeyri.is og www.ruv.is.