07. maí 2010
Fréttir
Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa orðið við beiðni Reykhólahrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að mæta til opins fundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði til að kynna lögfræðiálit, um áhrif hæstarréttardóms frá í nóvember 2009 um leiðarval Vestfjarðarvegar 60 um Gufudalssveit í Reykhólahreppi og áframhald framkvæmda. Fundurinn hefst kl 20.00 og er eins og áður segir öllum opinn. Væntir Fjórðungssambandið að tækifæri gefist einnig til að ræða forsendur nýrrar samgönguáætlunar við ráðherra samgöngumála. Fjórðungssamband Vestfirðinga hvetur alla sem hafa tök á að mæta til þessa fundar.