Sif Huld Albertsdóttir Verkefnastjóri bsVest og Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ásamt Aðalstein Óskarsyni framkvæmdarstjóra BsVest undirrituðu þann 14. maí síðastliðinn, samning milli Ísafjarðarbæjar og BsVest um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði á vegum Húsnæðissjóð Landsamtaka Þroskahjálpar. Þroskahjálp og Ísafjarðarbær höfðu áður gert með sér samning þann 17. janúar síðastliðinn um gerð byggingu og rekstur húsnæðis í eigu þroskahjálpar.
Með þessum samning munu allir einstaklingar á starfsvæði BsVest eiga sama rétt til leigu íbúða í eigu Þroskahjálpar. Ísafjarðarbær og verkefnahópur BsVest mun á 12 mánaða fresti fara yfir þörf á sértæku húsnæði og leitast við að húsnæðið sé nýtt til fullnustu. Sveitarfélög innan BsVest munu gera þjónustuáætlun varðandi búsetu á svæðinu.
BsVest lýsir ánægju með þessari undirskrift og hlakka til að sjá nýja byggingu rísa á næstu tveimur árum.