Fara í efni

Sinfóníuhljómsveit Íslands til Ísafjarðar

Fréttir

Fimmtudaginn 24. janúar nk. heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika á Ísafirði. Langt er um liðið síðan hljómsveitin spilaði síðast á Vestfjörðum, en tilefnið að þessu sinni er 60 ára afmæli Tónlistarskólans á Ísafirði og Tónlistarfélags Ísafjarðar, en tónlistarlíf er sem kunnugt er afar blómlegt á Ísafirði og nágrenni. Það sést best á því hvað þátttaka heimamanna er mikil á tónleikunum. Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur einleik í píanókonserti eftir Chopin, hátíðarkór Tónlistarskólans flytur Gloriu Poulencs með hljómsveitinni og nýtt verk, sinfonietta eftir Jónas Tómasson, verður á efnisskránni.

Á efnisskránni eru verk eftir Shostakovitsj, Chopin, Poulenc og heimamanninn Jónas Tómasson.
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Einleikari: Anna Áslaug Ragnarsdóttir
Kór: Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar
Einsöngur: Ingunn Ósk Sturludóttir
Kórstjóri: Beáta Joó

Höfundur - Verk
Dímítrí Sjovstakovtsj: Hátíðarforleikur
Francis Poulenc: Gloria
Frédéric Chopin: Píanókonsert nr. 2
Jónas Tómasson: Sinfóníetta

Tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og eru haldnir í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Miðaverð er 2.000 kr. Miðasala er hafin á síðunni www.sinfonia.is og einnig er hægt að hringja í síma 545 2500 og tryggja sér miða á þennan viðburð.