10. desember 2007
Fréttir
Styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík föstudaginn 7. desember 2007. Við athöfnina fluttu Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs Vestfjarða og Eiríkur Þorláksson fulltrúi Menntamálaráðuneytisins erindi, en athöfninni stjórnaði Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða kynnti síðan niðurstöður Menningarráðsins varðandi styrkveitingar árið 2007 áður en boðið var upp á léttar veitingar. Menningaratriði voru auk þess á dagskránni, brot af því besta úr vestfirsku menningarlífi. Hægt er að nálgast yfirlit yfir þau verkefni sem fengu styrki hér á síðunni undir tenglinum Styrkir.