Fara í efni

Skýrsla um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.

Fréttir

Á fundi ríkisstjórnarinnar 21. desember 2012, kynnti Steingrímur J Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra árlega skýrslu samstarfshóps sem hefur það hlutverk að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Starfshópurinn var skipaður samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarfundar á Ísafirði þann 5. apríl 2011.  Sjá nánar  http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/utgafa/frettir/nr/7201.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun fjalla um efni skýrslunnar á fundi sínum þann 7. janúar n.k.. Telja verður mikilvægt að efni þessara skýrslu komi inn í umræðu um þá stöðu sem kom upp í óveðrinu sem gekk yfir Vestfirði nú í lok desember.