Fara í efni

Snúum bökum saman - ráðstefna fimmtudaginn 20. sept.

Fréttir

Dagana 18. til 20. september stendur Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir opnum ráðstefnum þar sem kjarnakonur fjalla um eigin reynslu af atvinnurekstri, fjármögnun og lífsstíl. Ráðstefnurnar eru haldnar í tilefni af tíu ára afmæli Brautargengis, námskeiðs fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og reka fyrirtæki.

Einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, fyllast innblæstri og fá nýjar hugmyndir!

Ráðstefnurnar verða haldnar:

Reykjavík - fimmtudaginn 18. september í Borgarleikhúsinu
Akureyri - föstudaginn 19. september að Borgum við Norðurslóð
Ísafjörður - laugardaginn 20. september í Edinborgarhúsinu

Á meðal erinda:

Fjármögnun fyrirtækja - Hafdís Jónsdóttir, Word Class
Að nema lönd - Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetur Íslands
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær - Ásdís Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun
Ný og ögrandi kona - Bjargey Aðalsteinsdóttir, íþróttafræðingur
Heilsuefling kvenna - Bára Sigurjónsdóttir, Lýðheilsustöð
Við getum allt sem við viljum - Agnes Sigurðardóttir, Bruggsmiðjan
Konur eru konum bestar: samvinna um stofnun fyrirtækja - Sif Traustadóttir, Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
Líf að loknu Brautargengi - Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar flytja ávörp.

Nánari upplýsingar og skráning undir þessum tengli.