Fara í efni

Sóknaráætlun Vestfjarða

Fréttir

Fundir með sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og öðrum hagsmunaaðilum á Vestfjörðum vegna sóknaráætlunar Vestfjarða

 

Unnar verða þrjár minni sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða, norðursvæði, suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða mun vinna þessar svæðistengdu sóknaráætlanir. 

 Það verklag sem ákveðið hefur verið að notast við er vandamála og lausnatré fyrir hvert svæði með tilliti til þeirra þriggja málaflokka sem sóknaráætlun tekur til að þessu sinni, sem eru:

  • Atvinnumál og nýsköpun.
  • Mennta- og menningarmál.
  • Markaðsmál.

Greiningarvinna

    1.     Vandamálagreining, hver eru helstu vandamál svæðisins m.t.t. málaflokkanna. Hugarflug.

     

    a. Kjarnavandamál, greina þarf hvert af þessum vandamálum er kjarnavandamálið en ekki orsök eða afleiðing.

    b. Vandamálatré, vandamálunum raðað upp með kjarnavandamálið í miðjuna en önnur vandamál raðast fyrir ofan eða neðan eftir því hvort þau eru orsök eða afleiðing.
    2.     Lausnatré,
    vandamálatréð er tekið og vandamálunum breytt í lausnir, t.d. skortur á menntun,
    verður að auka menntun?
    3.     Yfirmarkmið,
    hver er tilgangurinn (stóra myndin), tengja við helstu þætti Ísland 2020
    4.     Undirmarkmið, markmið hvers málaflokks eða helstu verkefni.
    5.     Aðgerðir, setja fram mælanleg verkefni sem tengjast málefnum sóknaráætlunar og eru bein
    svör við þeim vandamálum sem komu fram í vandamálagreiningunni.
    6.     Árangur, hver verður árangur verkefnisins, tenging við fyrri greiningu.

 

Fundirnir verða
haldnir á eftirtöldum stöðum :

Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 6. nóvember 2012 kl. 10.00 – 15.00

Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 7. nóvember nk. efstu hæð 10.00 – 15.00

 Fundurinn á Ísafirði verður haldinn 17. nóvember nk. kl. 13:00-17:30 í sal þróunarseturs.

Fjórðungssamband Vestfirðinga vill hvetja sem flesta til að taka þátt í fundinum og eru þeir beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á magnus@atvest.is