Fara í efni

Sóknaráætlun Vestfjarða - fundur samráðshóps

Fréttir

Samkvæmt fyrirkomulagi sem samþykkt var á 57. Fjórðungsþinig Vestfirðinga hafa verið haldnir þrír undurbúningsfundir á Vestfjörðum vegna sóknaráætlunar Vestfjarða, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Á þeim fundum voru settar fram tillögur að markmiðum og aðgerðum fyrir þá málaflokka sem sóknaráætlun tekur til að þessu sinni. Samráðshópur sem skipaður eru fulltrúum sveitarfélaga, fræðisetra og atvinnulífs mun fara yfir þær tillögur á fundi sem haldinn verður á Ísafirði 17. desember nk. frá 11:00-16:00.

Aðrir hagsmunaaðilar geta óskað eftir aðild að samráðsvettvanginum hjá stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, sé óskað eftir aðild skal það gert eigi síðar en 13. desember nk. með tölvupósti á skrifstofa@fjordungssamband.is eða í síma 450-3000.