Fara í efni

Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021

Fréttir

Starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2021 var samþykkt á fundi stjórnar Vestfjarðastofu þann 16. desember síðastliðinn.  Megin línur starfsáætlunar voru mótaðar af stjórn og starfsmönnum Vestfjarðastofu og taka áherslur mið af Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 sem unnin var á árinu 2019 og vinna áfram að verkefnum sem leggja grunn að frekari fjárfestingum á svæðinu, verkefni þar sem litið er til framtíðar með áherslu á nýsköpun og þróun á áherslusviðum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Til að markmið og áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða voru við gerð Sóknaráætlunar tilteknar forsendur árangurs. Þær forsendur eru til dæmis stór hagsmunamál varðandi samkeppnishæfni svæðsins svo sem vetrarþjónusta, flutningsmál raforku og fjarskiptamál. Áfram verður því þungi í hagsmunagæslu svæðsins á árinu 2021.

Árið 2019 var unnin ný Sóknaráætlun fyrir Vestfirði þar sem meðal annars er lögð rík áhersla á vöruþróun í starfandi fyrirtækjum, stafræna þróun á svæðinu og að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja á svæðinu. Í þeirri starfsáætlun sem hér er lögð fram er lögð áhersla á að verkefni svari áfram kalli nýrrar Sóknaráætlunar auk þess sem endurskoðun Sóknaráætlunar verður meðal verkefna ársins.

Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2021 má finna hér