Fara í efni

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

Fréttir

Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

 

12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði

14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði

21. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Í nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Allir sem áhuga hafa á byggðamálum og framtíð Vestfjarða eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í vinnunni.

 

Hér eru tenglar á ítarefni fyrir þá sem vilja koma vel lesnir á fundina:

 

Um sóknaráætlanir landshluta

Sóknaráætlun Vestfjarða 2013

Greiningar á Vestfjörðum - vinna innan Sóknaráætlunar 2013

Stöðugreining Vestfjarða, Byggðastofnun 2014 

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016

Byggðaáætlun 2014-2017, Þingsályktun vor 2014

Menningarstefna, Þingsályktun vor 2013

Stefnumótun í menningarmálum á Vestfjörðum 2007

Samgönguáætlun 2013-2016 - í vinnslu

Samgönguáætlun 2011-2022

Náttúruverndaráætlun 2009-2013

Ferðamálaáætlun 2011-2020

Umræðuskjal. Landsskipulag 2015-2026

Skýrsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum 2014

Fjarskiptaáætlun 2011-2022