Auglýst var eftir umsóknum 10. febrúar 2021. Umsóknarfrestur rann út 10. mars 2021. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar kr. 7.270.000 kr.
Alls bárust 31 umsókn um styrki. Heildarfjárhæð styrkumsókna nam kr. 32.299.328 kr. en til ráðstöfunar voru, sem fyrr segir, 7.270.000 kr. Fjöldi góðra umsókna barst en ekki var hægt að úthluta styrkfé til allra verkefna að þessu sinni þar sem heildarupphæð umsókna var mun hærri en það fé sem til úthlutunar var.
Verkefnisstjórn Sterkra Stranda samþykkti þessa styrkveitingu á fundi sínum þann 8. apríl sl. Vanhæfnisreglna var gætt í hvívetna í ferlinu öllu.
Styrkþegar og verkefni þeirra eru eftirfarandi:
Umsækjandi |
Verkefni |
Úthlutað |
Ágúst Óskar Vilhjálmsson |
Krabbaveiðar frá Hólmavík |
1.000.000 kr |
Café Riis |
Útisvæði við Café Riis |
650.000 kr |
Aleksandar Kuzmanic |
Hólmavík öl - viðskiptaáætlun |
600.000 kr |
Golfklúbbur Hólmavíkur |
Uppbygging golfvallar |
600.000 kr |
Náttúrubarnaskólinn (Sauðfjársetur á Ströndum) |
Náttúrubarnahátíð 2021 |
600.000 kr |
Skíðafélag Strandamanna |
Uppbygging á Skíðasvæði í Selárdal |
600.000 kr |
Bjarni Þórisson |
Sjóíþróttafélag í Steingrímsfirði |
500.000 kr |
Hafdís Sturlaugsdóttir |
Húsavíkurbúið - tækjakaup |
500.000 kr |
Arnkatla - lista- og menningarfélag |
Skúlptúraslóð - annar áfangi |
400.000 kr |
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa |
Úttekt um héraðsskjalasafn |
400.000 kr |
Kyrrðarkraftur |
Skrifstofuaðstaða fyrir verkefnastjóra |
350.000 kr |
Sauðfjársetur á Ströndum |
Álagablettir |
300.000 kr |
Leikfélag Hólmavíkur |
Leikfélag í 40 ár |
270.000 kr |
Bador slf. |
Laupur - Setur íslenska hrafnsins - fýsileikakönnun |
250.000 kr |
Arnkatla - lista- og menningarfélag |
Allra veðra von - sirkussýning og -smiðja |
250.000 kr |
Nánari kynning á verkefnunum fer fram í tengslum við úthlutunarathöfn sem fer fram þegar að staða sóttvarna í landinu gefur færi til slíkra mannfagnaða.