Verkefnið Sterkar Strandir hefur úthlutað styrkjum til 15 verkefna sem koma til framkvæmdar á árinu 2023.
Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Sterkar Strandir í janúar 2023.
Alls voru að þessu sinni til úthlutunar kr. 10.500.000,- sem er fjárhæð árlegrar úthlutunar.
Frestur til að skila inn umsóknum var til 23. janúar 2023 og bárust alls 24 umsóknir um styrki.
Heildarfjárhæð styrkumsókna nam kr. 43.658.388,- en til ráðstöfunar voru, sem fyrr segir, 10.500.000.
Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Sterkar Strandir en eins og gefur að skilja þá var ekki til fjármagn til að úthluta til allra.
Styrkþegum er öllum óskað til hamingju og verður spennandi að fylgjast með framgangi þessara verkefna.
Styrkþegar, og verkefni þeirra, eru eftirfarandi:
Nafn umsækjanda |
Heiti umsóknar |
Styrkupphæð |
Galdur Brugghús ehf |
Ný framleiðslulína |
2.300.000 |
Skíðafélag Strandamanna |
Útivistarparadís á Ströndum undir forystu Skíðafélags Strandamanna |
1.500.000 |
Röfn Friðriksdóttir |
Fótaaðgerðastofa |
1.200.000 |
Strandagaldur ses |
Endurhönnun á Galdrasýningunni |
1.000.000 |
ÓBH útgerð |
Sjóstangveiði frá Hólmavík |
750.000 |
Golfklúbbur Hólmavíkur |
Uppbygging golfvallar - annar áfangi |
500.000 |
Leikfélag Hólmavíkur |
Leiklistanámskeið fyrir börn |
450.000 |
Leikfélag Hólmavíkur |
Leikrit í fullri lengd |
400.000 |
Sauðfjársetur á Ströndum ses |
Vottað og viðurkennt framleiðslueldhús |
400.000 |
Sauðfjársetur á Ströndum ses |
Viðburðadagskrá Sauðfjársetursins 2023 |
400.000 |
Christina van Deventer og Bragi Þór Valsson |
tónfræði.is - 2. þrep |
400.000 |
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa |
Búnaður til kvikmyndagerðar |
400.000 |
Fine Foods Íslandica ehf |
Dry processing for small food producers |
300.000 |
Christina van Deventer |
Myndskreyting barnabókarinnar Jax |
250.000 |
Magnea Dröfn Hlynsdóttir |
Heilsurækt í Strandabyggð |
250.000 |