Fara í efni

Styrkir af safnliðum ráðuneyta

Fréttir
Steintröllin sem ætluðu að grafa Vestfirði frá meginlandinu
Steintröllin sem ætluðu að grafa Vestfirði frá meginlandinu

Á fjárlögum ársins 2012 var fyrirkomulagi við úthlutun styrkja ríkisvaldsins til félaga, samtaka og einstaklinga breytt hvað varðar aðkomu fjárlaganefndar Alþingis. Úthlutun styrkja til einstakra verkefna var þá færð til ráðuneyta. Ákvörðun um framlag til einstakra málaflokka fer þó eftir samþykki Alþingis í fjárlögum 2014. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú auglýst sína styrki og er frestur til að sækja um þá til 4. desember. Nánari upplýsingar má finna undir þessum tengli, en einnig veitir Hulda Lilliendahl upplýsingar í síma 545-9700 eða í tölvupósti á hulda@anr.is. Reikna má með að önnur ráðuneyti auglýsi einnig nú.


Ráðuneytin munu einungis úthluta styrkjum til verkefna sem falla undir málefnasvið þeirra að svo miklu leyti sem þau falla ekki undir lögbundna sjóði eða samninga, svo sem menningarsamninga eða vaxtarsamninga. Því er mikilvægt að umsækjendur kynni sér vel hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á þeim málaflokki sem verkefni umsækjanda um styrk fellur undir.  Verkefni eru einungis styrkhæf í einu ráðuneyti og áskilja ráðuneyti sér rétt til að færa umsóknir á milli ráðuneyta falli verkefni betur að málaflokki í öðru ráðuneyti.