Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða var að styrkja og styðja við starfandi nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Vestfjarðastofa/Fjórðungssamband Vestfirðinga fékk stuðning úr Byggðaætlun til verkefnisins. Stofnaður var sérstakur sjóður sem ætlaður var eingöngu til stuðnings og eflingar starfsemi starfandi þróunarsetra og nýsköpunar- og/eða samfélagsmiðstöðva samkvæmt markmiðum verkefnisins. Hámarksstyrkur til hverrar miðsöðvar var þrjár milljónir króna.
Auglýst var eftir umsóknum um styrk til starfandi miðstöðva og bárust fjórar umsóknir. Úthlutun hefur farið fram og fengu allir umsækjendur hámarksstyrk.
Þær miðstöðvar sem fengu styrk eru eftirfarandi:
Blábankinn, Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses
Djúpið, félag um frumkvöðlasetur
Skor, þekkingarsetur á Patreksfirði
Skrímslasetrið, Samfélagshús á Bíldudal