Í gær fór fram úthlutunarhóf vegna úthlutana úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna sem koma eiga til framkvæmda á næsta ári. Hófið fór fram í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði og einnig á netinu, en hófið færðist á netið í Covid-faraldrinum en nú er hugsunin að færa gleðina alfarið yfir í raunheima þar sem maður er manns gaman.
60 spennandi verkefni fengu styrkveitingu og óskum við styrkþegum til hamingju og þökkum jafnframt öllum þeim sem sendu inn umsóknir sem ekki hlutu brautargengi að þessu sinni.
Stofn og rekstrarstyrkir til menningarstofnana 17.000.000
Listasafn Samúels 1.000.000
ArtsIceland og Úthverfa 1.000.000
Safn Gísla á Uppsölum 1.000.000
Skrímslasetrið á Bíldudal 1.000.000
Baskasetir í Djúpavík 1.500.000
Báta og hlunnindasýningin á Reykhólum 1.500.000
Netagerðin Skapandi vinnustofur – 2.000.000. lækkandi styrkur til þriggja ára
Edinborgarhúsið 2.000.000 til tveggja ára
Strandagaldur 2.000.000 til þriggja ára
Kómedíuleikhúsið – atvinnuleikhús 2.000.000 til þriggja ára
Sauðfjársetrið á Ströndum 2.000.000 til þriggja ára
Menningarverkefni 25.400.000
Elísabet Gunnarsdóttir – Fyrir verkefnið Franska kvikmyndahátíðin á Ísafirði 2025 – 120.000
Hátíð sem haldin hefur verið á Ísafirði síðan 2018.
Eiríkur Stephensen fyrir Jökull - hljóðinnsetning í Tankinum Flateyri – 200.000
Verkið er hljóðinnsetning þar sem sellóið er notað á ýmsa vegu til að framkalla hljóð sem lýsa bráðnun jökla.
Andri Pétur Þrastarson - fyrir verkefnið - Á floti, útgáfutónleikar Gosa – 250.000
Nú í byrjun árs gefur Gosi út breiðskífuna Á floti og er styrkur veittur í útgáfutónleika.
Elfar Logi Hannesson – fyrir verkefnið Leiklist á Flateyri – 250.000
Um er að ræða bók um sögu leiklistar á Flateyri og við Önundarfjörð, rakin bæði í texta og myndum.
Kol og salt ehf – fyrir ArtsIceland viðburðir 2025 – 250.000
Skipsbækur ehf. – Fyrir verkefnið Myndasaga um íslenska refinn Flóka – 300.000
Flóki in Hornvík (vinnuheiti) er fræðandi myndabók fyrir unga sem aldna lesendur sen einnig hugsuð sem skemmtilegur minjagripur.
Greta Lietuvninkaité-Suscické - Development of the reflective writing studio "Write it Out" - 380.000
"Write It Out" eru ritsmiðjur eða reflective writing studio sem Greta hefur starfrækt síðstan 2019
Andrá kvikmyndafélag ehf. – fyrir verkefnið Friðland – 400.000
Friðland er heimildamynd í fullri lengd í leikstjórn Hrund Atladóttir í framleiðslu Kristínar Andreu Þórðardóttur.
Sögumiðlun ehf – Fyrir verkefnið Reykjanes við Djúp – vefur og skilti -500.000
Um þessar mundir eru 90 ára frá stofnun Héraðsskólans í Reykjanesi og 100 ár frá byggingu sundlaugarinnar þar.
Leikfélag Flateyrar – fyrir Frumsamið leikverk í fullri lengd – 500.000
Handrit af leikverki eftir Ölmu Sóley Wolf Önnudóttir
Juraj Hubinák - fyrir verkefnið Gullni Sópurinn einleiks-brúðuleiksýning – 500.000
Gullni Sópurinn er stutt einleiks-brúðuleiksýning sem er hugsuð sérstaklega til að sýna einum áhorfanda í einu.
Hollvinasamtök Ágústu ÍS - fyrir verkefnið HAF OG HAMINGJA – 500.000
Miðlun sögu leikvallarins og trébátsins á Suðureyri við Súgandafjörð.
Leikfélag Hólmavíkur – fyrir Leikrit í fullri lengd – 500.000
Gamanleikurinn 39 þrep eftir Patrick Barlow í þýðingu Eyvindar Karlssonar sem stefnt er á að frumsýna í mars 2025
Kol og salt ehf - fyrir Gallerí Úthverfa - sýningar á afmælisári 2025 – 600.000
Minjasafn Egils Ólafssonar – fyrir verkefnið Eldblóm á Hnjóti – Viðburðardagskrá – 700.000
Fræðandi og skemmtilegir viðburðir sem tengjast sumarsýningu safnsins árið 2025.
Leiklistarhópur Halldóru ehf. – fyrir verkefnið Leiklist með börnum 700.000
Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga, bæði sumar og haust.
Byggðasafn Vestfjarða – fyrir verkefnið Eilífa bið eftir engu, sögur úr köldu stríði – 700.000
Uppsetningu á sýningu um sögu Ratsjárstöðvarinnar á Straumnesfjalli
F.Chopin tónlistarfélagið á Íslandi – fyrir verkefnið 5. F. Chopin Tónlistarhátíðin á Ísafirði – 800.000
F.Chopin tónlistarfélagið á Íslandi ætlar að halda 5. F.Chopin Tónistarhátíð á Ísafirði.
Náttúrustofa Vestfjarða – fyrir verkefnið Skoðum landnám á Vestfjörðum saman ! 850.000
Verkefnið býður nemendum, heimamönnum og ferðamönnum tækifæri til að kanna fornleifar og sögu svæðisins á lifandi hátt.
Blús milli fjalls og fjöru – 900.000
Tveggja daga tónlistarhátíð í Vesturbyggð þar sem blúsinn er allsráðandi
Fossavatnsgangan félagasamtök– fyrir verkefnið Fossavatnsgangan 90 ára – 900.000
vegna söfnunar og skráningu efnis Í tilefni af 90 ára afmæli Fossavatnsgöngunnar
Andrew Junglin Yang - fyrir International Westfjords Piano Festival 900.000
Heimsklassa píanóhátíð sem haldin er í ágúst í Vesturbyggð
Sauðfjársetur á Ströndum ses – fyrir Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2025 1.000.000
Náttúrubarnahátíðin er 3j daga stór fjölskylduhátíð haldin á Ströndum
Kómedíuleikhúsið – fyrir verkefnið Þannig var það1.000.000
"Þannig var það" er einleikur eftir Nóbelskáldið Jon Fosse.
Hótel Djúpavík ehf. - fyrir The Factory Art Exhibition 1.000.000
Listasýning í gömlu síldarverksmiðjunni haldið í Djúpavík á Ströndum
Edinborgarhúsið ehf – fyrir verkefnið Menningarviðburðir 2025 – 1.000.000
Stútfull menningardagskrá haldin í Edinborgarhúsinu árið 2025
The Pigeon International Film Festival – 1.000.000
PIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð á norðanverðum Vestfjörðum.
Arnkatla, lista- og menningarfélag – fyrir verkefnið Galdrafár á Ströndum - 1.200.000
Galdrafár á Ströndum er metnaðarfull menningar- og listahátíð þar sem meginþemað eru galdrar og fornnorræn menning.
Act Alone 2025 – 1.500.000
Elsta leiklistarhátíð landsins Act alone sem verður haldin 21 sinn dagana 7. - 9. ágúst.
Tónlistarhátíðin við Djúpið – 2.000.000 3 ár
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er kammertónlistarhátíð og sumarnámskeið. Hátíðin fer fram dagana 17.–21. júní 2025
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimilda – 2.000.000 3 ár
Heimildarmyndarhátíð haldin á Patreksfirði í átjánda sinn 6.- 9.júní 2025.
Tungumálatöfrar – 2.000.000 3 ár
Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn og unglinga þar sem kennt er í gegnum listsköpun, útiveru og leik.
Atvinnuþróun og nýsköpunarverkefni 17.600.000
425 ehf. - Villt að vestan; sauðkindin – 300.000
Styrkur fyrir sérhæfðri færanlegri mjaltarvél fyrir sauðkindur og þróun á notkun hennar
Brendan Michael Kirby - Vestfirðir Klifur – 400.000
Í verkefninu Vestfirðir Klifur er áformað að útbúa upplýsingahandbók með allar þekktu klifurstaðsetningarnar á Vestfjörðum.
Rozálie Rasovská - Ayurvedic wellness center in the Westfjords – 500.000
Verkefnið sem miðar að því að kynna Ayurvedic heilsufræði á Vestfjörðum.
Gamla Pósthúsið ehf. - Gamla Pósthúsið Súðavík - Menningarmiðstöð og afþreying – 650.000
Markaðs og viðskiptaáætlun auk vefsíðugerð
The Fjord Hub ehf. - Framtíðin er reiðhjól – 750.000
Styrktur fyrir þróun markaðsefnis og gerð vefsíðu.
Galdur Brugghús ehf. – fyrir Export and competing at international level – 750.000
Styrkurinn er fyrir alþjóðamarkað og felst í hönnun á markaðsefni og sýningarbás
EGG Ráðgjöf ehf. - Vinnsla grjótkrabba – 750.000
Viðskipta og fjárfestingaráætlun vegna vinnslu grjótkrabba
Íris Ösp Gunnarsdóttir – Bollafaktorían – 800.000
Vöruþróun bolla úr ísfirskum leir.
Sheep Trail Adventures ehf. - Sheep Trail Adventures Topography Maps and Leaflets – 900.000
Styrkur fyrir gerð leiðarkorta og kynningarefnis fyrir Súgandafjörð.
Úr sveitinni ehf. - Virðisaukning ærkjöts – 1.000.000
Verkefnið snýr að virðisaukandi framleiðslu vara úr ærkjöti sem ýmist hafa verið lítt sýnilegar eða ekki til.
Fantastic Fjords ehf. - Vestfjarðaréttir – borðspil – 1.000.000
Hanna, þróa og framleiða borðspil um Vestfjarðaleiðina.
Níelsdætur sf. - Eldblóma Elexir - hinn íslenski spritz – 1.300.000
Þróun verkferla á Vestfjörðum vegna Eldblóma Elexir
S20 ehf. - Norðurfjara Menningarmiðstöð – 1.500.000
Um er að ræða þarfagreingu vegna menningarmiðstöðvar á Hólmavík
Sigurður Halldór Árnason – fyrir verkefnið 66°N Hemp: Cultivars, protein, oil and dairy alternatives. – 1.500.000
Ræktun Hamp afbrigði til matvælaframleiðslu sem getur þrifist vel við íslenskar aðstæður.
Fine Foods Íslandica ehf. - Marketing plan for sustainably grown seaweed products – 1.500.000
Styrkur fyrir markaðsáætlun Fine Foods Íslandica sem er frumkvöðlafyrirtæki í þangi
Skíðafélag Strandamanna - Vetrarviðburðaparadís á Ströndum – 2.000.000
Styrkur vegna verkefnastjórnar hjá Verkefni SFS til að efla viðburðahald og afþreyingu á sviði vetrar tómstunda.
Tinna Rún Snorradóttir - Gufubað við Pollinn – 2.000.000
Fyrir hönnun og undirbúning Gufubaðs við Pollin á Ísafirði.