Fara í efni

Svæðisáætlun um úrgang hefur tekið gildi

Fréttir Græn skref

Öll sveitarfélög á Vestfjörðum hafa samþykkt Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035, og hefur hún því tekið gildi. Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga haustið 2022 á Patreksfirði hefur verið unnið að gerð hennar skv. samþykkt þess og lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Vinnuhópur sveitarfélaganna tók til starfa haustið 2023 undir stjórn verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu ásamt utanaðkomandi ráðgjafa að gerð áætlunarinnar.

Fyrsta aðgerð svæðisáætlunarinnar felst í því að stofna Úrgangsráð Vestfjarða. Það er á ábyrgð Fjórðungssambandsins í samráði við Vestfjarðastofu og einstök sveitarfélög og vænta má að ráðið taki til starfa snemma á ári komanda. Úrgangsráðið er vinnuhópur og tekur engar bindandi ákvarðanir fyrir sveitarfélögin eða samstarf þeirra. Um hlutverk þess segir:

„Stofnun sameiginlegs fasts vinnuhóps um úrgang („Úrgangsráð Vestfjarða“) sem hefur það verkefni að stilla saman strengi, vinna að og fylgja eftir þeim verkefnum í úrgangsmálum sem varða öll sveitarfélögin á Vestfjörðum.“

Hér má kynna sér í heild sinni Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035