Fara í efni

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa staðist lágmarksviðmið EarthCheck í átt að umhverfisvottun

Fréttir

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitarfélagana á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitarfélögin umhverfisvottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck, sem eru einu samtökin í heiminum sem votta sveitarfélög. Gögnum var skilað í desember 2013 vegna ársins 2012 og hefur EarthCheck staðfest að sveitafélögin hafi staðist viðmið EarthCheck fyrir árið 2012 og eru þau því búin að ljúka tveimur af þremur skrefum í átt að vottun. Þeir þættir sem kannaðir voru komu flestir vel yfir viðmiðunarlínu EarthCheck. Undirbúningur verkefnisins naut fjárhagsstuðnings frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og verkefnasjóði umhverfis og auðlindaráðuneytis. Nú síðar í janúar mun verkefnastjóri kynna ferli vottunarinnar fyrir aðilum í sveitarstjórnum og fyrir almenningi.