Föstudaginn 7. september verður haldið námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vestfjörðum kjörtímabilið 2018-2022. Námskeiðið verður haldið í Þróunarsetrinu á Ísafirði Árnagötu 2-4. Stjórnandi námskeiðsins er Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík og fyrrverandi sveitarstjóri.
Dagskrá námskeiðsins
10:00 Inngangur
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá
Ráðrík og fyrrv. sveitarstjóri.
10:15 Til hvers er ég kjörinn í sveitarstjórn?
Um hlutverk sveitarstjórnarmanna og möguleika þeirra til að móta það.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
10:45 Fjármál sveitarfélaga
Fjármálastjórn, lagaumhverfi og ársreikningar. Valgerður Ágústsdóttir,
sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
11:30 Kaffihlé
11:45 Stjórntæki sveitarstjórnar
Stefnumótun, fjárhagsáætlanir, kjarasamningar og mannauðsstefna, árangursstjórnun,
nýsköpun og upplýsingatæknin. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Valgerður Ágústsdóttir.
12:45 Hádegisverðarhlé
13:30 Stjórnkerfi sveitarfélaga. Réttindi, skyldur og ábyrgð sveitarstjórnarmanna
M.a. meginreglur sveitarstjórnarlaga, hlutverk og valdsvið sveitarstjórna,
verkefni sveitarfélaga, einkaréttur og almannaþjónusta og siðareglur.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
14:45 Málsmeðferð
M.a. sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga, stjórnvaldsákvarðanir, eftirlit með
stjórnsýslu sveitarfélaga og málmeðferðarreglur. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir.
15:45 Kaffihlé
16:00 Samskipti og samstarf
Meirihluti og minnihluti, starfsmenn sveitarfélaga, milli sveitarfélaga, íbúar og
frjáls félagasamtök, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
17:00 Námskeiði lokið
Þátttökugjald er kr. 15.900. og er innifalið í því námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður. Skráning er á lina@vestfirdir.is til kl. 16:00, fimmtudaginn 6. sept. nk.