Fara í efni

Þjóðleikur á Vestfjörðum

Fréttir

Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu Þjóðleikur sem er leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað.

Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum.

Allir hópar mega vera með í Þjóðleik; áhugaleikfélög, skólar eða vinahópar. Meðlimir hvers leikhóps þurfa að vera að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára. 

  • Þrjú glæný 45 mín. leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik.
    Hver hópur velur sér eitt þessara verka og setur síðan upp leiksýningu í sinni heimabyggð.
    Stuðningur verður veittur til hópanna í formi ráðgjafar og námskeiðahalds yfir veturinn.
    Vorið 2013 verða haldnar uppskeru- og leiklistarhátíðir í hverjum landshluta þar sem allir hóparnir koma saman með leiksýningar sínar og er stefnan að hátíðin á Vestfjörðum verði haldin 4.-5. maí 2013.


Skráningareyðublað er undir þessum hlekk

Nánari upplýsingar fyrir leikhópa er undir þessum tengli. 

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður verkefnastjóri Þjóðleiks á Vestfjörðum í vetur. Netfang Jóns er menning@vestfirdir.is - s. 891-7372.