Fara í efni

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 auglýst

Fréttir

Þann 25. september var auglýst tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Stefnt er að kynningarfundi á Vestfjörðum í október, og verður hann auglýstur síðar.

Óskað er eftir umsögn um tillöguna og umhverfisskýrslu, en gögnin ásamt fylgigögnum má finna á www.landsskipulag.is
Umsagnir þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun, Laugarvegi 166 eigi síðar en 20. nóvember 2012 eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is

 

Landsskipulagsstefna tekur meðal annars til strandsvæðisskipulags vinnu, en Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur í samstarfi við Teiknistofuna Eik og Háskólasetur Vestfirðinga unnið að verkefninu Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða sem hefur haft áhrif á þessa stefnumótun.